HAMPFÉLAGIÐ

Samtök stofnuð til að fræða og miðla þeim ávinningi sem hlýst af nýtingu hamps fyrir betri og sjálfbærari framtíð

Um Hampfélagið

 

Hampfélagið eru samtök stofnuð til að fræða og miðla þeim ávinningi sem hlýst af nýtingu hamps fyrir betri og sjálfbærari framtíð.

Hampfélagið var stofnað í september árið 2019 af Þórunni Þórs Jónsdóttur, Gísla Ragnari Bjarnasyni og Sigurði Hólmari Jóhannessyni og skipa þau stjórn félagsins ásamt Loga Unnarsyni Jónssyni og Oddnýju Önnu Björnsdóttur. Bakgrunnur stjórnarmanna er ólíkur en saman mynda þau sterka heild og deila sameiginlegri hugsjón, þar sem eiginleikar allra nýtast til að vinna að markmiðum félagsins.

Fyrsta stóra verkefni Hampfélagsins var málþing sem bar heitið Hampur fyrir framtíðina og mun það nafn verða yfirskrift viðburða á vegum félagsins í framtíðinni. Markmið málþingsins var að skapa umræður og fræða samfélag okkar um fjölbreytta notkunarmöguleika hamps og mikilvægi þess að gera plöntunni hærra undir höfði en gert hefur verið síðustu áratugi. Málþingið var haldið á Grand Hótel Reykjavík og er óhætt að segja að undirtektir hafi verið framar vonum því salurinn yfirfylltist og þurfti stór hópur fólks að sitja á gangi fyrir framan salinn. Miklar umræður sköpuðust fyrir og eftir málþingið í fjölmiðlum og í samfélaginu öllu. Í framhaldinu var sett fram þingsályktunartillaga af Halldóru Mogensen, þingmanni Pírata sem ber heitið „CBD í almenna sölu“.

Lögmaður Hampfélagsins er Haukur Örn Birgisson, hrl. Hann hefur og mun aðstoða okkur í baráttunni eins og þörf krefur.

Hampfélagið mun halda áfram að kynna hampinn fyrir Alþingi, ríkisstjórn og ráðuneytum, öðrum hagsmunasamtökum, atvinnulífinu og almenningi með það að markmiði að hampur og allar afurðir hans verði lögleiddar á Íslandi og hann ræktaður og nýttur hér á landi eins og annars staðar. Við munum einnig halda áfram að halda úti Facebook síðu okkar, Hampfélagið og í gegnum hana svara þeim fjölmörgu fyrirspurnum sem berast úr ýmsum áttum.

Með opnun heimasíðu Hampfélagsins bjóðum við fólki að skrá sig í félagið og gerast „Hamparar“ og þannig hjálpa okkur að hampa þessari stórkostlegu plöntu sem hefur fylgt manninum frá örófi alda.

 

Skráðu þig í Hampfélagið

Skráðu þig til þess að fá tilkynningar um viðburði og fréttir af þróun mála hampiðnaðarins á Íslandi.
Aðild að Hampfélaginu er öllum opin en félagsgjald, kr. 3.000, er greitt árlega. Vertu hluti af framtíð íslenska hampiðnaðarins og taktu skrefið með okkur í átt að sjálfbærari framtíð.

 

Fyrsta málþing Hampfélagsins var haldið 2. október 2019 á Grand Hotel Reykjavík. Umfjöllunarefnið varðaði nytsemi og möguleika hampsins fyrir íslenskan iðnað. Fullt var út að dyrum og komust færri að en vildu. Hér má sjá og hlýða á fyrirlestra er fluttir voru á málþinginu.  

Stjórn Hampfélagsins

Sigurður Hólmar Jóhannesson

Stjórnarformaður og stofnandi. 

Þórunn Þórs Jónsdóttir

Varaformaður og stofnandi

Logi Unnarson Jónsson

Meðstjórnandi

Oddný Anna Björnsdóttir

Meðstjórnandi

Stuðningur þinn skiptir okkur máli

Framlög og styrkir nýtast félaginu til uppbyggingar innra starfs og skipulagningar viðburða. Með þinni hjálp getum við lagt grunninn að sjálfbærri framtíð.

Fréttir

Fréttablaðið.is - Hampur fyrir framtíðina?

Reykjavík síðdegis - Tilraunaræktun með hamp hefur gengið vel

Bítið - CBD olía gæti hjálpað mörgum, hættulaus en bönnuð á Íslandi

Fréttablaðið - Hamprækt á Íslandi með allra besta móti

Fréttablaðið - Hinn kraftmikli hampur

Viðburðir

Myndir frá málþinginu á Grand Hótel Reykjavík

Reynslusögur

Ásgeir

Ég get með ánægju sagt frá því að ég er búinn að nota CBD olíu í 6 ár við taugaveiklun sem byrjaði útaf afleiðingum eineltis sem byrjaði með skjálfta þegar ég var 14 ára. Og það eina sem ég get sagt er að þessi olía hefur bjargað lífi mínu með lífsgæða breytingu frá A til Ö fyrir mína parta. Olían virkar þannig að hún slær á skjálftann og ég tek 3 dropa annan hvern dag. Takk fyrir mig

Ragnar

Ég lenti í bílslysi í mars 2012 og hlaut mænuskaða sem lamaði mig frá mitti. Ég tók morfín lyf í tæpt ár eftir slysið, skifti yfir í Gapentin og var að taka hæsta ráðlagan skammt á hverjum degi, fjórar 600mg fjórum sinnum á dag, í 5 ár við taugaverkjum. Frá desember 2018 hef ég tekið 4 dropa af 1500mg/15% fullspectrum cbd oliu, kvölds og morgna. Cbd olían virkar betur fyrir mig en gabapentin gerði og aukaverkanir eru ekki til staðar, sem ég í raun tók ekki eftir fyrr en ég hætti á gabapentin. Þá fann ég hvað gabapentin hafði haft “sljóvgandi” áhrif á mig. En aðalega er ég þakklátur fyrir að lifrin mín sé hætt að kljást við 100gr af pillum daglega.

Kristinn

CBD olía hefur alveg bjargað hundinum mínum henni Pamelu Hún fékk gigt fyrir nokkrum árum og CBD er það eina sem virkar fyrir liðamótin. Einnig yngist hún um sirka 5 ár í anda og allir sem þekkja hana tala um það áður en ég segi þeim frá olíunni. Ef þetta virkar svona vel fyrir hana þá veit ég vel að þetta virkar einnig fyrir ömmu mína og ég er nú búinn að fá skammt fyrir hana til að prófa. Af einhverri ástæðu þarf ég alltaf að láta smygla því til landsins fyrir mig og ef ég panta á netinu er það stoppað í tolli. Vona innilega að lögunum verði breytt því þetta er ekki hugbreytandi og ætti alls ekki að vera ólöglegt!

Selma

2015 greindist eg med eitlakrabbamein a 3.stigi en akvad þo ad fara ekki strax i lyfjameðferð strax þar sem eg var orðin svo horuð. Eg skoðaði aðrar leiðir og tok þa akvörðun að nota cbd. Strax eftir nokkrar inntökur for eg að þyngjast, for ur 35kg i 45 kg (er 160cm)og fannst eg þa tilbuin að takast a við lyfjameðferðina. Eg hefði ekki viljað fara i gegnum lyfjameðferðina an þess að hafa CBD þar sem það dro verulega ut ogleðinni plus hjalpaði mer að losna við bolgur verki og bjug. Til að gera langa sögu stutta þa er eg krabbameinslaus i dag og var fljot að jafna mig eftir allt saman. Takk cbd fyrir hjalpina

Við viljum heyra í þér!

Ekki hika við að hafa samband ef spurningar vakna eða þú vilt koma ábendingum áleiðis.

 

(+354) 699 1555
[email protected]

Við hvetjum þig jafnframt til að fylgjast með samfélagsmiðlunum okkar ef þú verða vitni að upprisu hampsins á Íslandi.